fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Eyðilögðu fullkomnustu orustuþotu Rússa 600 km frá Úkraínsku landamærunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 04:05

Gervihnattarmyndir af flugvellinum fyrir og eftir árásina. Flugvélin sést vel á þeim. Mynd:GUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn eyðilagði Su-57 herþotu, sem er fullkomnasta orustuþota Rússa, á laugardaginn. Það sem er sérstaklega athyglisvert við þetta er að vélin stóð á flugvelli í Akhtubinsk í Astrakhan í suðurhluta Rússlands, í um 600 km fjarlægð frá úkraínsku landamærunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Úkraínumönnum hefur tekist að eyðileggja flugvél af þessari tegund. Vélin er fullkomnasta orustuþota Rússa og er meðal annars illsjáanleg á ratsjám.

Úkraínski herinn birti gervihnattarmyndir á sunnudaginn sem sýna afrakstur árásarinnar á flugvöllinn. Ein myndanna sýnir sótugt malbik og litla sprengigíga í steypunni í kringum flugvélina.

Ekki er vitað hvaða vopn Úkraínumenn notuðu við árásina en miðað við fjarlægðina þá má reikna með að drónar hafi verið notaðir.

Þeir hafa bætt vel í framleiðslu sína á drónum sem þeir geta notað til árása langt inni í Rússlandi. Þeir hafa meðal annars ráðist á gasstöð í Sankti Pétursborg, um 1.000 km frá úkraínsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Í gær

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum