fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fréttir

Grindavík rýmd og eldgos líklega að hefjast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukinn skjálftavirkni hefur mælst við Sundhnúksgígaröðina sem gæti verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups. Rýming er hafin í Grindavík og við Bláa lónið. Að sögn sjónarvotta er rýming í fullum gangi og bílaröð hefur myndast á Nesvegi úr bænum. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð í Skógahlíð.

„Rýming er hafin í Grindavík í ljósi þess að Veðurstofa Íslands telur að kvikuhlaup sé mögulega yfirvofandi á svæðinu. Lögreglan á Suðurnesjum og Almannavarnir biðla til íbúa og annara sem eru að svæðinu að yfirgefa það sem fyrst og hlýða fyrirmælum viðbragðsaðila við rýminguna,“ segir í tilkynningu Almannavarna.

í tilkynningu Veðurstofu segir: „Áköf jarðskjálftavirkni stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni . Þetta bendir til þess að kvikuhlaup gæti verið að hefjast eða hafið og líklegt sé að eldgos hefjist í kjölfarið.“

Samkvæmt Eldfjalla- og náttúruváhóp Suðurlands á Facebook er um að ræða þétta hrinu smáskjálfta á sömu slóðum og þar sem síðustu innskot hafa byrjað og leitt til eldgosa. Því sé líklegt að kvikuinnskot sé hafið.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við Vísi að miðað tíða skjálfta síðustu klukkutíma sé eldgos að hefjast í dag. „Þetta endar auðvitað í eldgosi,“ en Ármann segir líklegt að eldgos komi upp við Sundhnúka.

Uppfært. 11:55 – Rýming gekk vel í Bláa lóninu en í fréttatilkynningu þakkar fyrirtækið gestum fyrir góðan skilning, starfsmönnum fyrir fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf. Bláa lóninu hefur verið lokað.

Fjöldi vefmyndavéla eru með beina útsendingu frá Sundhnúksgígaröðinni. Til dæmis frá RÚV og MBL.is en flestir eru að horfa á útsendinguna frá Live from Iceland þar sem virkar  umræður eru að eiga sér stað hjá áhugasömum.

 

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið þingfest: Verjandinn mætti en Helgi Bjartur ekki

Hafnarfjarðarmálið þingfest: Verjandinn mætti en Helgi Bjartur ekki
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Ég og Ármann höfum verið útilokaðir frá þessum fundum núna undanfarin tvö ár“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Ég og Ármann höfum verið útilokaðir frá þessum fundum núna undanfarin tvö ár“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um
Fréttir
Í gær

„Er þetta leiðin til að ná stöðugleika í íslensku samfélagi?“

„Er þetta leiðin til að ná stöðugleika í íslensku samfélagi?“
Fréttir
Í gær

Verður kosninganóttinni slaufað? Mjög skiptar skoðanir meðal fólks

Verður kosninganóttinni slaufað? Mjög skiptar skoðanir meðal fólks
Fréttir
Í gær

Sorpa sker upp herör gegn utanbæjarfólki – Innleiða bílnúmeralesara og hyggjast rukka grimmt

Sorpa sker upp herör gegn utanbæjarfólki – Innleiða bílnúmeralesara og hyggjast rukka grimmt
Fréttir
Í gær

Þetta segir einn þekktasti verkalýðsforingi landsins um ráðninguna á Bjarna

Þetta segir einn þekktasti verkalýðsforingi landsins um ráðninguna á Bjarna
Fréttir
Í gær

Páll segir sögusagnir á kreiki um að Þórdís Kolbrún sé á leið í nýtt starf

Páll segir sögusagnir á kreiki um að Þórdís Kolbrún sé á leið í nýtt starf