fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Martröð í háloftunum: Afinn sem lést var á leið í sitt síðasta „stóra ferðalag“ – Einn Íslendingur um borð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugferð rúmlega 200 farþega og áhafnarmeðlima flugfélagsins Singapore Airlines breyttist í martröð í gær þegar vélin lenti í gríðarlegri ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 73 ára gamall karlmaður, Geoff Kitchen, lést og um 70 slösuðust.

Vélin var búin að vera níu klukkustundir í loftinu þegar ókyrrðin gerði vart við sig og var vélinni lent í Bangkok í Taílandi í kjölfarið. Einn Íslendingar var um borð í vélinni að því er fram kemur í frétt AP. Vísir sagði frá því í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri með málið á sínu borði.

Talið er að maðurinn sem lést hafi fengið hjartaáfall í hamaganginum um borð en breska blaðið Daily Mail segir frá því að hann hafi verið á ferð með eiginkonu sinni, Lindu, í sex vikna ferðalag. Átti ferðalagið að verða þeirra síðasta „stóra ferðalag“ á lífsleiðinni.

Kitchen, sem var eiginmaður, faðir og afi, var fyrrverandi tryggingasölumaður auk þess sem hann leikstýrði söngleikjum hjá Thornbury Musical Thetre-hópnum. Hafa vinir lýst honum sem afar ljúfum ævintýramanni. Voru hjónin á leið í ferðalag um Asíu og Ástralíu þegar atvikið varð.

Farþegar hafa lýst mikilli skelfingu um borð og segja að vélin hafi skyndilega fallið hratt niður. Margir farþegar voru ekki með sætisbeltin spennt og köstuðust sumir úr sætunum. Alls þurfti 71 á læknisaðstoð að halda og eru margir þeirra með höfuðáverka eftir að hafa kastast upp í loftið fyrir ofan sætin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla