fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 10:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok hafa orðið í byggingafyrirtækinu Örk Bygg en tilkynning um þetta birtist í Lögbirtingablaðinu í gær, 13. maí. Þær eignir sem fundust í búinu fóru upp í skiptakostnað en ekkert greiddist upp í lýstar kröfur. Lýstar kröfur voru yfir 320 milljónir, eða 322.793.266 kr.

Félagið var lýst gjaldþrota í febrúar árið 2023. Eigandi er Ásgeir Arnór Stefánsson. Síðasta sumar var hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Vanskil fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna þess námu nokkuð yfir 80 milljónum króna. Ásgeir játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 152 milljónir í sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í eitt ár.

Eins og DV hefur áður greint frá var Örk miðpunktur í frægu slysi í miðborginni árið 2016 en þá hrundi byggingarkrani sem fyrirtækið var með á leigu í Hafnarstræti. Stórhættulegt atvik og mildi að ekki urðu slys á fólki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar