fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 15:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er á fullu að vinna að því að vera aftur kjörinn forseti Bandaríkjanna, þann 5. nóvember á þessu ári. Hann heldur kosningafundi í gríð og erg á milli þess sem hann skýst í réttarsal til þess að svara fyrir hin ýmsu dómsmál sem höfðað hafa verið gegn honum.

Ræða Trump á kosningafundi í New Jersey um helgina hefur vakið talsverða eftirtekt en þar hrósar hann hinum „látna en frábæra (e. late and great)“ Hannibal Lecter. Eflaust kannast hvert mannsbarn við hinn ógnvekjandi mannæturaðmorðingja sem fyrst vakti heimsathygli í túlkun sir Anthony Hopkins í stórmyndinni Silence of the Lamb auk framhaldsmynda. Það er þó nýlunda að raðmorðinginn skáldaði fái hrós.

„Hannibal Lecter er dásamlegur maður, hann fær fólk oft í mat,“ sagði Trump en ummælin lét hann falla eftir að hafa fullyrt að önnur lönd væru að senda fanga og vistmenn geðsjúkrahúsa til Bandaríkjanna.

Virtist Trump vera að ýja að því að menn á borð við mannæturaðmorðingjann væru að flytjast til Bandaríkjanna.

„Það er eins gott að við vinnum þessar kosningar. Annars er landið okkar búið að vera,“ hrópaði Trump við húrrahróp stuðningsmanna sinna.

Hér má sjá brot úr ræðu Trumps:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs