fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa valdið Rússum miklu tjóni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 07:30

Hér sjást rússneskir skriðdrekar áður en Úkraínumenn skutu á þá. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oleksandr Syrskyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, ræddi gang stríðsins nýlega við blaðamann úkraínsku fréttastofunnar Ukrinform. Hann sagði meðal annars að í febrúar og mars hafi Úkraínumönnum tekist að veita Rússum þung högg og hafi valdið þeim miklu tjóni á búnaði auk mikils mannfalls.

Ef það sem hann sagði er rétt, þá er ljóst að febrúar og mars voru Rússum dýrkeyptir mánuðir. Syrskyi sagði að Rússar hafi misst rúmlega 570 skriðdreka, um 1.430 brynvarin ökutæki og um 1.680 fallbyssur auk 64 loftvarnarkerfa.

Hann sagði einnig að úkraínskar hersveitir séu enn með mikilvægar hæðir og varnarlínur við fremstu víglínu á sínu valdi. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Rússar nái meira landsvæði á sitt vald, þreyta þá eins mikið og hægt er og valda þeim eins miklu tjóni og hægt er og um leið undirbúa úkraínskar varaliðssveitir fyrir sóknaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“