fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Svona komast Rússar hjá banni við innflutningi á lúxusbílum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 07:00

Lúxusbílar streyma enn til Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í glæsilegum sýningarsölum í Moskvu og St Pétursborg standa glænýir Rolls-Royce og Bentley bílar. Þeir ættu ekki að vera þar, hvorki hjá bílasölunum né í Rússlandi. Ástæðan er að Vesturlönd hafa gripið til harðra refsiaðgerða gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Breska ríkisstjórnin var meðal þeirra ríkisstjórna sem gripu til refsiaðgerða gegn Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Hún bannaði meðal annars sölu á bílum, sem kosta meira en 42.000 pund, til Rússlands.

The Times segir að breskir lúxusbílar, sem kosta meira en þetta, séu enn seldir í Rússlandi og að þar gegni nágrannaríki landsins mikilvægu hlutverki.

Bílarnir eru framleiddir í Bretlandi, því næst eru þeir settir í skip í breskum höfnum og siglt með þá til Aserbajsan, Kasakstan, Armeníu eða Belarús. Þar eru bílarnir skráðir og síðan taka Rússar eða útsendarar þeirra við þeim og flytja þá beint til Moskvu eða St Pétursborgar þar sem þeir eru seldir. Eru þeir seldir á sem nemur allt að 100 milljónum íslenskra króna.

Það er hægt að sjá hversu margir bílar eru fluttir eftir þessari leið til Rússlands með því að skoða tölur frá fyrri árum um sölu á bílum.  Árið 2021 voru 20 Jaguar Land-Rover bílar seldir til Kasakstan. 2022 voru þeir 321 og á síðasta ári voru þeir 1.058.

Svipuð þróun átti sér stað í Aserbajsan. Sky News segir að á síðasta ári hafi breskir bílaframleiðendur selt bíla þangað fyrir 273 milljónir punda en það er 1.860% aukning frá því fimm árum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Sky News segir að breskir bílaframleiðendur haldi því fram að þessi aukning tengist innrásinni ekki neitt.

The Times hefur eftir sérfræðingum að Vladímír Pútín, forseti, græði líklega háar fjárhæðir á innflutningi bresku bílanna vegna tolla og virðisaukaskatts. Þessir peningar séu síðan notaðir til að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“