fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur sleppt tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem voru handteknir vegna manndrápsins í Grímsnesi á laugardag.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Lögreglunnar á Suðurlandi.

Fjórir erlendir menn voru handteknir vegna manndrápsins í sumarbústað í Kiðjabergi. Þeir höfðu verið að vinna við að smíða bústað þar nálægt.

Sjá einnig:

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

„Nú fyrir stundu tók embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi ákvörðun um að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur einstaklingum sem úrskurðaðir höfðu verið í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 24.04.2024. Hafa þeir því verið látnir lausir,“ segir í tilkynningunni. „Gæsluvarðhaldsúrskurðir hinna tveggja standa að óbreyttu til 30.04.2024.“

Að sögn lögreglu er rannsóknin umfangsmikil en miðar ágætlega og er í fullum gangi. Ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum