fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

NATO reisir stærstu herstöð Evrópu nærri Krím – Pútín hótar árásum á „þriðju ríki“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 04:11

Kanadískir hermenn á æfingu Nató í Litáen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri herstöð í Rúmeníu. Þetta verður stærsta herstöð NATO í Evrópu. Þetta er hluti af styrkingu NATO gegn hernaði og umsvifum Rússa í Úkraínu og Svartahafi.

Newsweek er meðal þeirra miðla sem skýrir frá þessu. Fram kemur að herstöðin rísi á grunni núverandi herstöðvar í hafnarborginni Constanta. Áætlaður kostnaður við verkefnið er sem svarar til um 360 milljarða íslenskra króna og er reiknað með að herstöðin verði tilbúin eftir um 20 ár. Hún heitir Mihail Kogalniceanu-herstöðin og stendur við Svartahaf.

Hún er aðeins 300 kílómetra frá Krím og eru Rússar allt annað en sáttir við nýju herstöðina og staðsetningu hennar svona nálægt Krím sem þeir hafa haft á valdi sínu síðan 2014.

Rússneska utanríkisráðuneytið hefur sakað NATO um að undirbúa bein átök við Rússland. Umsvif og aðgerðir NATO í Austur-Evrópu og við Svartahaf eru að mati ráðuneytisins liður í undirbúningi undir bein átök við Rússland. Segir ráðuneytið að aðgerðir NATO á svæðinu „auki enn ógnina við öryggi Rússlands“.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er enn við sama heygarðshornið og heldur áfram að hafa í hótunum við allt og alla. Í síðustu viku endurtók hann aðvörun sína um að Rússar muni skjóta F-16 orustuþotur, sem vestræn ríki hafa gefið Úkraínu, niður. Þetta sagði hann þegar hann heimsótti herflugmenn í Torzhok í Tver-héraðinu.  Hann varaði önnur ríki við því að leyfa F-16 þotunum að nota flugvelli sína. „Það er ljóst að ef flugvélarnar taka á loft frá flugvöllum í þriðju ríkjum, þá eru þeir lögmætt skotmark okkar. Óháð því í hvaða landi þeir eru,“ sagði hann.

Hann sagði að F-16 vélarnar muni ekki breyta neinu á vígvellinum. „Við eyðileggjum þær, eins og við eyðileggjum nú þegar skriðdreka, brynvarin ökutæki og önnur hergögn,“ sagði hann og bætti við að Rússar hafi ekki í hyggju að ráðast á NATO-ríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum