fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Justikal setur tvær nýjar lausnir á markað – Loks hægt að birta stefnur með rafrænum hætti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 15:39

Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri Justikal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal hefur sett á markað tvær nýjar lausnir sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Önnur lausnin snýr að því að nú er loks hægt að birta stefnur og önnur gögn með rafrænum hætti. Hin lausnin gengur út á að nú er hægt að hefja undirbúning að málum rafrænt áður en þau eru send til dómstóla.

Justikal er stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Við erum afar ánægð með þessar tvær nýju lausnir sem tengjast sannarlega markmiðum Justikal um að gera málsmeðferðina fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og skilvirkari. Það var orðið mjög brýnt að okkar mati að geta birt stefnur og önnur gögn með rafrænum hætti. Með öruggri rekjanlegri gagnasendingarþjónustu Justikal er hægt að tryggja að einungis skilgreindur viðtakandi fái umrætt skjal. Ferlið er mjög einfalt bæði fyrir sendanda og viðtakanda og fyllsta öryggis gætt með rafrænum undirskriftum á skjölum þar sem báðir aðilar þurfa að auðkenna sig,segir Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri Justikal í tilkynningu.

Margrét segir einnig mikilvægt að geta hafið undirbúning að málum rafrænt áður en þau eru send til dómstóla.

Fjöldinn allur af ágreiningsmálum fara ekki alla leið fyrir dómstóla eða leysast áður en þangað er komið. Mörg þeirra þurfa ekki aðkomu dómara svo að niðurstaða sé fengin. Þó svo að mál þarfnist ekki aðkomu dómstóla, þá eiga þau það sameiginlegt með þeim sem það þurfa, að oft á tíðum er verið að miðla viðkvæmum skjölum og upplýsingum á milli aðila. Áður, þegar mál voru stofnuð í Justikal voru þau strax send til dómstóla. Nú gefst notendum kostur á að búa til almenn mál og vinna í þeim yfir lengra tímabil. Notendur geta síðan með einföldum hætti breytt almennu máli í dómsmál og sent það inn til dómstóla.

Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál, annars vegar almennt mál og hins vegar dómsmál. Þegar notendur stofna almenn mál í kerfinu geta þeir á þægilegri hátt en áður unnið með öðrum notendum við vinnslu mála. Þeir geta gert persónulegar athugasemdir við skjöl og deilt þeim í rauntíma með völdum málsaðilum.

Okkar markmið er alltaf að vinna með skilvirkari hætti og okkur hlakkar til að sjá hvernig þessir tveir nýju eiginleikar muni nýtast markaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“