fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Hryllingur í Finnlandi – Eitt barn látið eftir skotárás tólf ára barns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 11:25

Vopnaðir finnskir lögreglumenn á vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára finnskur drengur er í haldi lögreglu þar ytra grunaður um að hafa myrt bekkjafélaga sinn og sært að minnsta kosti tvö önnur börn í skotárás í skóla. Barnið sem dó lést samstundis samkvæmt yfirlýsingu lögreglu en hin tvö liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Skotárásin átti sér stað laust fyrir klukkan níu að staðartíma í borginni Vantaa, sem er rétt fyrir utan Helsinki, í morgun. Um var að ræða grunnskóla þar sem 800 börn stunda nám en starfsmenn eru um 90 talsins.

Barnið sem er grunað um skotárásina flúði af vettvangi fótgangandi en náðist á hlaupum skömmu síðar. Lögregla hefur gefið það út að skotvopnið, sem talið er að hafi verið notað, sé í eigu ættingja barnsins.

Ekki liggur fyrir hver var kveikjan að árásinni en barnið verður yfirheyrt á næstunni og að því loknu munu félagsmálayfirvöld taka við keflinu.

Óhætt er að fullyrða að Finnar séu í losti yfir árásinni. Finnskir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um hryllinginn og hafa verið að birtast viðtöl við foreldra sem lýsa því hvernig skelfingu lostin börn þeirra hringdu til foreldra sinna í leit að hjálp.

Forsetisráðherra landsins, Petteri Orpo, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist vera í áfalli yfir tíðindunum og að hugur hans sé með fórnarlömbum, ættingjum þeirra sem og starfsfólki og nemendum skólans þar sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“