fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að honum hafi að undanförnu borist fyrirspurnir úr mörgum áttum um af hverju hann hafi sem utanríkisráðherra ákveðið að veita Venesúelabúum sérstaka vernd hér á landi.

Guðlaugur Þór gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni bendir hann á að hugtakið upplýsingaóreiða hafi verið mikið til umræðu að undanförnu og hún virðist oft skjóta upp kollinum í umdeildum málum. Nokkur brögð séu að því að gripið sé til þessa í íslenskum stjórnmálum þótt aðferðin sé útbreiddari í öðrum heimshlutum.

Hann nefnir svo fyrrnefndar fyrirspurnir um aðkomu hans að því að veita Venesúelabúum vernd hér á landi.

„Í fyrstu gerði ég ráð fyr­ir, og taldi aug­ljóst, að um mis­skiln­ing væri að ræða enda hafði ég sem ut­an­rík­is­ráðherra ekk­ert for­ræði yfir þess­um mál­um og ákvörðunum þeim tengd­um. Ég taldi þessa staðreynd máls aug­ljósa og gerði ráð fyr­ir því að þetta væri öll­um ljóst, enda heyra út­lend­inga­mál ekki und­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið,“ segir Guðlaugur sem bætir við að áfram hafi hann þó fengið fyrirspurnir.

„Blaðamaður Morg­un­blaðsins hafði áður haldið þessu fram í þætti Dag­mála síðastliðið haust. Stein­inn tók úr þegar þátt­ar­stjórn­andi í Viku­lok­un­um á Rík­is­út­varp­inu hélt þessu fram full­um fet­um án mót­mæla eða at­huga­semda frá viðmæl­end­um í fe­brú­ar síðastliðnum. Full­yrðing­in kom sömu­leiðis fram í vin­sæl­um hlaðvarpsþætti og nú ný­lega birt­ist full­yrðing­in á prenti í Viðskipta­blaðinu: „Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ákvað af ein­hverj­um óskilj­an­leg­um ástæðum að opna landið fyr­ir fólki frá Venesúela…“

Guðlaugur Þór telur nauðsynlegt að leiðrétta þetta og það gerir hann í grein sinni.

„Þess­ar full­yrðing­ar eru kolrang­ar. Útlend­inga­mál­in, og þ.m.t. mál­efni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála, voru ekki á minni könnu sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, ekki frek­ar en mál­efni Land­spít­al­ans eða Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands. Aðrir ráðherr­ar báru ábyrgð á mála­flokkn­um. Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram og upp­lýs­inga­óreiðan eykst þar sem einn end­ur­tek­ur um­mæli ann­ars.“

Guðlaugur Þór endar skrif sín á þessum orðum:

„Það er ekki annað hægt en að velta vöng­um yfir því hvort ein­fald­lega sé um að ræða mis­skiln­ing eða hvort ásetn­ing­ur liggi að baki þeirri und­ar­legu og röngu sögu­skýr­ingu að ut­an­rík­is­ráðherra beri ábyrgð á ákvörðun sjálf­stæðrar stjórn­sýslu­nefnd­ar á mál­efna­sviði dóms­málaráðuneyt­is­ins um aukna vernd íbúa Venesúela.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita