fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miður skemmtileg sjón mætti Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem oft er kenndur við Fiskikónginn, þegra hann kom að verslun sinni á Sogavegi í gærkvöldi. Búið var að brjóta allar rúður í fyrirtækinu og segir Kristján að maðurinn sem þetta gerði sé í haldi lögreglunnar.

„Hann braut þetta með þakrennu og er víst góðkunningi lögreglunnar.

Hef video af þessu enda eru fyrirtækin okkar með góðar myndavélar og fyrirtækin okkar eru alltaf vel vöktuð,“ segir Kristján í færslu á Facebook-síðu sinni en vegna þessa mun verslun Fiskikóngsins ekki opna fyrr en klukkan 12 í dag.

Kristján klórar sér í kollinum yfir þankagangi þeirra sem svona gera.

„Ég átta mig ekki alveg á þörfinni fyrir að skemma fyrir öðrum. Ekki reynt að brjótast inn heldur bara verið að skemma, brjóta og bramla og eyðileggja fyrir öðrum, eitthvað sem við fjölskyldan erum að vinna að byggja upp og halda vel utan um. Skrýtið að hugsa svona og framkvæma skemmdarverk,“ segir Kristján sem veltir ýmsum spurningum upp.

„Eigum við þetta skilið ? Er afbrýðissemin svona mikil?  Hvað fær fólk til þess að skemma fyrir öðrum ?Það finnst mér vera spurning dagsins. En það er alveg á hreinu: Sumt fólk eru fífl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“