fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 20:00

Að sögn Gunnars var árshátíðin veruleg búbót fyrir austfirsk ferðaþjónustu og afþreyingarfyrirtæki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, kemur árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum til varnar. En hún hefur hlotið gagnrýni fyrir kostnað upp á hátt í 100 milljónir króna.

„Svo bar til um síðustu helgi að fyrirtæki í opinberri eigu, Landsvirkjun, ákvað að halda árshátíð sína í nágrenni við sinn helsta framleiðslustað, Kárahnjúkavirkjun,“ segir Gunnar í grein á miðli sínum sem ber yfirskriftina „Þegar ríkisfyrirtæki fór út á land.“

Kostnaður við ferðina hefur verið ræddur í sal Alþingis en á fimmta hundrað manns var flogið með leigðri breiðþotu Icelandair til Egilsstaða og þar dvalið í tvo daga. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi kostnaðinn og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tók undir með gagnrýninni.

Ekki há upphæð fyrir Landsvirkjun

„Það er eðlilegt að kostnaður við árshátíðir ríkisfyrirtækja og stofnana sé tekinn til umræðu,“ segir Gunnar og einnig að það sé eðlilegt að fólki ofbjóði þegar heildarkostnaðurinn slagi í 100 milljónir og að svör fyrirtækisins séu óljós. Fyrir venjulegt launafólk sé þetta verulega há upphæð.

„Þetta er hins vegar ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna og hagnað af grunnrekstri upp á 32 milljarða sem, blessunarlega, skilaði 20 milljörðum inn í þjóðarbúið á síðasta ári,“ segir Gunnar. „ Það mætti síðan halda áfram í greiningu á þeim verðmætum raforkusölunnar úr Kárahnjúkavirkjun. Út frá því gæti Austurland sennilega gert kröfur um að meira yrði eftir á svæðinu en laun þeirra sem standa vaktina í Fljótsdalsstöð og árshátíð á nokkurra ára fresti.“

Hægt sé að reikna að kostnaður á hvern árshátíðargest hafi verið um 220 þúsund krónur.

Sjá einnig:

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

„Það er ríflegt, en hver er samanburðurinn við það þegar farið er erlendis, sem er ekki óþekkt meðal íslenskra fyrirtækja? Það er ekkert nýtt að Ísland sé dýrt. Ferðakostnaðurinn, það er að segja innanlandsflugið, ræður þar miklu um,“ segir Gunnar og bendir á að kostnaður við innanlandsflug hafi komið í veg fyrir að fleiri árshátíðir væru haldnar á Austurlandi.

Veruleg búbót

Að sögn Gunnars skipti þessi árshátíð austfirsk ferðaþjónustu og afþreyingarfyrirtæki máli. Þetta séu lítil fyrirtæki sem hafi stutt ferðamannatímabil. Lengi hafi þau barist við að markaðssetja sig til að stórfyrirtæki komi austur og haldi ráðstefnur eða veislur.

„Af samtölum við þá sem tengdust veisluhöldunum hér eystra um helgina má ráða að helgin hafi verið veruleg búbót,“ segir Gunnar. „Það var gist á fleiri en einu hóteli, heimsótt voru söfn og afþreyingarfyrirtæki, keypt þjónusta af félagasamtökum svo sem björgunarsveitum og íþróttafélögum og svo framvegis.“

Skatturinn á Möltu

Þá nefnir hann að fróðlegt væri að taka umræðu á breiðari grundvelli um árshátíðir ríkisstofnana. Þær hafi stundum verið haldnar erlendis, eins og til dæmis í fyrra þegar Skatturinn hélt sína árshátíð kaldhæðnislega í skattaskjólinu Möltu. „Þar fóru fjármunir út úr íslensku hagkerfi, öfugt við það sem gerðist á Austurlandi um helgina,“ segir Gunnar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“