fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fréttir

Strætóbox Póstsins tekin í notkun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Póstboxum hefur verið komið fyrir í þremur strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu og er það hluti af tilraunaverkefni Póstsins og Strætó. Markmiðið er að auka aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að þjónustu Póstsins og gera flutning á pökkum hagkvæmari og umhverfisvænni. 

„Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi með Strætó,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins. „Við teljum að það séu mikil samlegðaráhrif til staðar í þessu verkefni þar sem samgöngunet Strætó nær yfir allt höfuðborgarsvæðið og vagnar eru á ferðinni frá morgni til kvölds. Við erum stöðugt á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir póstboxin okkar og þegar viðskiptavinur kom með þessa hugmynd fannst okkur tilvalið að láta á þetta reyna.“

Byrjað á leiðum 3, 4 og 12

Til að byrja með hefur póstboxum verið komið fyrir í vögnum á leiðum 3, 4 og 12 sem eiga allar viðkomu í Mjódd. Upplýsingar um tímatöflu leiðarinnar birtast á Mínum síðum Póstsins og í Póst-appinu. „Viðskiptavinir geta stokkið inn í vagninn á sinni stoppistöð og sótt pakkann sinn. Það verður svo hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum pakkans í Póst-appinu,“ bætir Vilborg við.

PóstStrætó á ferð

Til að fagna þessu nýja samstarfsverkefni verður búið að koma fyrir óvæntum glaðningi í nokkrum hólfum í strætóboxunum. Til að eiga möguleika á því að fá glaðning þarf að breyta um afhendingarstað á Mínum síðum eða í appinu. „Þau sem vilja prófa þessa mögnuðu nýjung þurfa einungis að skrá sína strætóleið sem afhendingarstað á Mínum síðum á vefnum okkar eða í Póst-appinu. Nútímafólk er alltaf á hraðferð, hver vill ekki geta slegið tvær flugur í einu höggi og sótt pakkann sinn á fleygiferð um bæinn?” segir Vilborg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættuleg líkamsárás í Grindavík

Hættuleg líkamsárás í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar segja að ræða Carneys í gær verði skráð í sögubækurnar – „Við erum að taka skiltið úr glugganum“

Íslendingar segja að ræða Carneys í gær verði skráð í sögubækurnar – „Við erum að taka skiltið úr glugganum“