fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Einn af dómurum Söngvakeppninnar styður sniðgöngu Eurovision – Hera beitt þrýstingi um að stíga til hliðar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 11:09

Bashar Murad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Elín Hall, sem átti sæti í dómnefnd Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt sex kollegum sínum, virðist vera ein þeirra sem er ósátt við niðurstöðu keppninnar. Aðfaranótt sunnudags birti Elín tvær færslur á Instagram-reikningi sínum sem gaf það til kynna. Önnur færslan var skjáskot af flutningi Bashar Murad á laginu Wild West og hin var skjáskot af Twitter-færslu þar sem hvatt var til þess að Eurovision-keppnin í ár yrði sniðgengin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sitt sýnist hverjum um úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins og er enn deilt um endanlega niðurstöðu keppninnar. Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum með laginu Scared of Heights en Bashar þurfti að sætta sig við annað sæti. Greint var frá því í gær að Einar Hrafn Stefánsson, höfundur silfurlagsins, hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn óháðs aðila á framkvæmd kosninga í keppninni í gærkvöld. Leikur grunur á að hluti af atkvæðum sem renna áttu til Bashars hafi farið til Heru Bjarkar og vill höfundur lagsins fá úr því skorið hvort það hafi haft áhrif á endanlega niðurstöðu.

Þá er farið að bera á þrýstingi um að Hera Björk stígi til hliðar og leyfi Bashar og aðstandendum Wild West að vera framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Samtöðin greinir frá því á samfélagsmiðlum hafi ýmsir netverjar gengist við því að senda söngkonunni skilaboð þar sem hún er hvött til þess að gefa sætið eftir.

Elín Hall sló sjálf fyrst í gegn í Söngvakeppninni árið 2015
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð