fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hildur kvartar undan Eyþóri til siðanefndar lækna í kjölfar Facebook-rifrildis

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 18:25

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, hefur kvartað undan Eyþóri Jónssyni til siðanefndar lækna vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í Facebook-rifrildi þeirra í Facebook-hópnum „Stafsetningarperrinn“. Það var Nútíminn sem greindi fyrst frá málinu.

Skilur ekkert í Eyþóri að leka líklega kærunni

Í kærunni, sem Nútíminn segist hafa undir höndum, segir Hildur að tjáning Eyþórs hafi verið með þeim hætti en hún óski þess að siðanefnd taki fyrir hvort að um sé að ræða brot á siðareglum lækna.

Hildur tjáði sig um kæruna á X-reikningi sínum fyrr í dag en þar furðar hún sig á því Eyþór virðist hafa lekið kærunni sjálfur og spyr hvort að það sé honum til framdráttar?

Óhætt er að fullyrða að þung orð hafi verið látin falla í umræddu rifrildi.

Samkvæmt skjáskotum af samtalinu virðist Eyþór hafa átt í rökræðum við annan netverja þegar Hildur blandar sér í málið með því að segja „Kæri Eyþór, hver særði þig?“. Eyþór brást ekki vel við þessum ummælum svo vægt sé til orða tekið.

Þung orð voru látin falla

„Skammastu þín bara þú hatursnorn“

„Kæra Hildur, hver gaf þér þennan auka litning sem þú þarft að burðast með allt lífið?“ svaraði Eyþór og hélt áfram.

„Þú gerir nú konum engan greiða með því að vera ein þeirra…þær sem ég þekki allavega downplaya líkindi sín með þér og biðjast afsökunar á framferði þínu… og karlahatri… það vill engin kannast við þig Hildur og sjálfur skammast ég mín fyrir að við skulum deila þjóðerni,“ skrifaði Eyþór og henti svo í enn aðra færsluna.

„Tilvist þín er svo sannarlega ekki kvenþjóðinni… já eða bara þjóðinni yfir höfuð… til nokkurs framdráttar… Þú ert úrkynjuð apína með skoðanir sex ára barns… og skammastu þín fyrir þína framgöngu í fjöl- og samfélagsmiðlum síðustu áratugi!! Skammastu þín bara þú hatursnorn!! Þú ert ekki eins ljót og þú heldur og þarft ekki að vera svona bitur!!“

Segir Eyþór hafa valdið sér skaða

Nánar er fjallað um orðaskiptin æsilegu á vef Nútímans en Hildur kærði ummælin til siðanefndar tveimur dögum eftir orðskiptin sem áttu sér stað þann 21. janúar á þessu ári.

„Að reyna að niðurlægja fólk á með því að að greina það með downs heilkenni á internetinu er hegðun sem engum lækni ætti að líðast, utan þess að brjóta gegn VII. meginreglu siðareglna,“ skrifar Hildur í kæruna og fullyrti að Eyþór hefði valdið sér skaða með skrifunum.

„Að segjast myndu fagna dauða ókunnugrar manneskju sýnir virðingarleysi fyrir lífi, velferð og mannhelgi og brýtur að mínu mati gegn öllum hornsteinum og anda siðareglnanna. Þá leikur enginn vafi á því að Eyþór Jónsson olli mér skaða með allri þeirri hegðun sem í þessu erindi er lýst, “ segir í kærunni sem enn hefur ekki verið tekin fyrir.

Eyþór hefur ekki svarað fyrirspurn DV um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“