fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Festi bílinn og varð fyrir líkamsárás: „I will break your bones“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2024 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás mánudaginn 14. febrúar árið 2022.

Málið er nokkuð óvenjulegt og átti sér stað á bifreiðastæði í Reykjavík. Var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með ofbeldi og hrinda honum þannig að hann féll í jörðina, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut eymsli á hálsi og baki. Maðurinn sem ráðist var á hafði fest bifreið sína í snjóskafli sem varð til þess að árásarmaðurinn komst ekki leiðar sinnar.

Bar ekki saman um málsatvik

Mönnunum bar ekki að fullu saman um málsatvik en fórnarlambið sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði fest bílinn og árásarmaðurinn komið út til að hjálpa honum.

Í dómnum segir:

„Ákærði hefði verið að flýta sér mikið og verið óþolinmóður og hefði hann öskrað á brotaþola að losa bifreiðina en hann hefði þá verið að reyna að losa hana. Fyrirvaralaust hefði ákærði síðan komið aftan að brotaþola og líklegast sparkað í bakið á honum og hefði hann þá fallið fram fyrir sig. Hann hefði ekki séð höggið en telji líklegast að það hafi verið spark og hefði hann fengið höggið á mjóbakið. Kvaðst hann hafa staðið upp og farið að ákærða og spurt hann hvers vegna hann hefði ráðist á sig og hefði ákærði þá ýtt honum niður, stokkið aftan á bakið á honum og tekið hann  hengingartaki. Hefði ákærði haldið takinu í10–15 sekúndur  og hann ekki getað andað á meðan en reynt að kalla á hjálp. Brotaþoli sagði að þegar ákærði hefði sleppt  honum hefði hann sagt I will break your bones og gengið síðan í burtu og hefði hann skilið bifreið sína eftir.“

Ákæri sagði hins vegar dálítið aðra sögu og sagði brotaþola hafa ráðist á sig og hlaupið yfir bifreiðastæðið til þess. Staðfesti hann að bifreið brotaþola hefði verið föst í snjó, hann hafi reynt að hjálpa til við að losa hana en ekkert gengið.

Sagði hann að þeir hefðu farið að rífast og hefði rifrildið snúist um það að honum hefði fundist að brotaþoli ætti að leggja sig meira fram við að losa bifreiðina eða hringja eftir aðstoð. Hann hafi hlaupið í burtu en talið að brotaþoli hafi þá reynt að grípa í sig. Hann hafi komið sér yfir bifreiðastæðið og sest á grindverk til að ná áttum en síðan heyrt öskur og séð brotaþola koma hlaupandi og öskrandi og ráðast síðan á sig. Sagðist hann ekki hafa veitt brotaþola högg eða spark eða tekið hann hálstaki.

Sá atvikið af svölunum heima hjá sér

Vitni sem var á svölunum heima hjá sér þegar atvikið varð gat þó varpað betur ljósi á málið ef marka má dóminn og var framburður hans svipaður og framburður brotaþola.

Sagðist hann hafa séð hvar bifreiðin var föst og ákærði verið að hjálpa honum að ýta bifreiðinni frá. Svo hefði hann farið inn í sína bifreið og reynt að komast í burtu en það ekki tekist. Ákærði hefði svo farið út úr bifreiðinni og hefði brotaþoli þá verið að moka og snúið baki í ákærða. Hefði ákærði þá hlaupið yfir brotaþola og keyrt hann ofan í jörðina og hlaupið svo í burtu.

Dómari taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að árásarmaðurinn hafi framið það brot sem lýst er í ákæru. Er niðurstaðan 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Þá var hann dæmdur til að greiða hinum ólánsama bíleiganda 200 þúsund krónur í bætur og laun verjanda síns 550 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“