fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ólafur telur að gosið gæti haldið lengi áfram

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi forstjóri Íslenskra orkurannsókna, segir að margt bendi til þess að jarðhræringarnar sem nú eiga sér stað norðan Grindavíkur séu mjög áþekkar þeim atburðum sem urðu á sama stað fyrir um 2.400 árum.

Ólafur gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni, en í hádeginu greindi Veðurstofa Íslands frá því að virkni eldgossins sé nokkuð stöðug og virk gosop á sömu stöðum og í gær.

Ólafur segir í pistli sínum að fyrir 2.400 árum hafi myndast sigdalur í gegnum Grindavík og allstór eldgos orðið sem mynduðu Sundhnúksgígaröðina og víðáttumikla hraunbreiðu. Hraun hafi til að mynda runnið eftir sigdalnum til sjávar í Grindavík og langt norður fyrir Stóra-Skógfell.

Ólafur birtir mynd með færslu sinni sem tekin var sumarið 2020 ofan af Þorbirni og yfir svæðið þar sem eldgosið er núna.

„Þar sést hluti af Sundhnúksgígaröðinni austur af Sýlingarfelli en einmitt þar er eldgosið núna og virðist vera að mynda aðra eins gígaröð á þessum slóðum. Í baksýn sést Fagradalsfjall og norður af því hin mikla dyngja, Þráinsskjöldur. Hún myndaðist í lok ísaldar fyrir um 14100 árum og er 5 rúmkílómetrar að stærð og byggðin í Vogum stendur á. Toppgígur hennar er rétt norðan við Fagradalsfjall.“

Ólafur bendir á gosið virðist stöðugt og að landsig í Svartsengi sem fylgir eldgosunum hafi stöðvast og land sé jafn vel tekið að rísa aðeins.

„Landris er mælikvarði á rúmmál kviku sem virðist hafa flætt stöðugt upp út möttli jarðar og er að safnast fyrir um miðbik jarðskorpunnar, líklega nálægt 7 km dýpi. Ef land er hætt að síga og landhæð orðin stöðug, bendir það til þess að nú sé komið á jafnvægi milli eldgossins og uppstreymisins úr möttli. Ef það er tilfellið gæti gosið haldið lengi áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd