fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Lögregla með mikilvæga tilkynningu – Vara við hættulegum lyfjum sem líta út eins og alvöru lyf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við hættulegum lyfjum. Beinir lögregla því til almennings að upplýsa fólk í nærsamfélagi sínu um hættur af slíkri lyfjanotkun.

„Að undanförnu hafa komið upp mál hjá lögreglu þar sem vísbendingar eru um að framboð á ólöglegum lyfjum sé að aukast á svörtum markaði. Sérstök ástæða er til að vara við þessu,“ segir lögregla og tekur fram að fundist hafi töflur sem líta út fyrir að vera venjuleg lyf og eru jafnvel í umbúðum sem gefa það til kynna en við rannsókn reynist svo ekki vera.

„Þess háttar lyf geta verið sérstaklega hættuleg þar sem að þau eru ekki framleidd af löggildum lyfjaframleiðendum og því óvíst um styrkleika þeirra,“ segir lögregla í tilkynningu sinni.

Lögregla bendir á að nokkur dæmi séu um að lyfið Bromazolam hafi fundist í málum lögreglu en það lyf er einungis framleitt á svörtum markaði og því mjög varasamt.

„Efnið tilheyrir flokki benzódíazepínsambanda sem verka á miðtaugakerfið og hafa róandi og kvíðastillandi áhrif. Efnið var þróað um 1976 en var aldrei sett á markað. Helsta hættan við þessi benzódíazepínsambönd er að þau eru framleidd ólöglega og eru oft seld útlítandi sem raunveruleg lyf. En skammturinn og innihaldið getur verið breytilegt.“

Að sögn lögreglu eru efnin sérstaklega hættuleg þegar þau eru tekin samhliða áfengi og öðrum lyfjum eins og ópíóíðum.

„Við beinum því til almennings að upplýsa fólk í nærsamfélagi sínu um hættur af slíkri lyfjanotkun,“ segir lögreglan á Norðurlandi eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“