fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Ásta segir að starfsfólki Krónunnar hafi brugðið: „Þetta er svo hörmu­legt mál“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 08:00

Ásta Fjeldsted fyrir miðri mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svo hörmu­legt mál að maður trú­ir því varla að þetta sé að ger­ast á Íslandi,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, í Morgunblaðinu í dag.

Ásta segir að Krónan hafi reynt að losna út úr samningu við Wok On en veitingahúsakeðjan rak þrjá staði í verslunum Krónunnar. Lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna gruns um peningaþvætti, mansal og skipulagða brotastarfsemi.

Ásta segir að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra og síðan þá hafi fyrirtækið reynt að koma sér út úir samstarfinu. Af lagalegum ástæðum hafi það reynst erfitt því Krónan þá verið bótaskyld.

Ásta bendir á að Krónan hafi ekki fengið skýrslur Heilbrigðiseftirlitsins til sín en í þeim fékk Wok On lága einkunn.

„Við tök­um þessu mjög al­var­lega og erum að end­ur­skoða all­ar þær kröf­ur og upp­lýs­inga­gjöf sem við not­um til þess­ara sjálf­stæðu veit­inga­rýma í versl­un­um Krón­unn­ar sem og ann­ars staðar hjá okk­ur,“ segir hún við Morgunblaðið.

Hún segir að starfsfólki Krónunnar sé brugðið eftir aðgerðir lögreglu. Um sé að ræða hörmulegt mál.

„Ef rétt reyn­ist, og að um man­sal og fleira hafi verið að ræða, reyn­ir á staðlað ákvæði í samn­ing­um okk­ar sem við trúðum að aldrei myndi reyna á. All­ir samn­ing­ar okk­ar kveða skýrt á um vernd alþjóðlegra mann­rétt­inda og að vinna gegn hvers kyns nauðung­ar- eða þrælk­un­ar­vinnu. Við rift­um samn­ingn­um strax í kjöl­far þess að aðgerðirn­ar fóru fram, þó svo að auðvitað hefðum við viljað slíta þeim strax í nóv­em­ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“