fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Mótmælafundur á Austurvelli í dag kl. 15 – Krefjast þess að Ísland tryggi UNRWA fjárhagsstuðning

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir mótmælafundi á Austurvelli í dag kl. 15 þar sem þess verður krafist að Ísland tryggi fjárhagslegan stuðning við Palestínu-fljóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, en Íslendingar skrúfuðu fyrir fjárstuðninginn eftir ásakanir um að einhverjir starfsmenn fljóttamannahjálparinnar væru viðriðnir hryðjuverk Hamas. Amnesty hefur rannsakað málið og segir að ekkert bendi til að UNRWA beri ábyrgð á þeim meintu sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum.

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Íslandsdeild Amnesty International hvetur öll sem láta sér mannréttindi varða og skyldu Íslands gagnvart alþjóðalögum, að mæta á Austurvöll klukkan 15, föstudaginn 1. mars og krefjast þess að Ísland tryggi UNRWA fjárhagsstuðning svo draga megi úr þeim hryllilegu þjáningum sem Palestínubúar upplifa dag hvern. Fjársvelti til UNRWA eykur á þjáningar og mannúðarneyð rúmlega tveggja milljóna Palestínubúa sem skráðir eru flóttamenn hjá UNRWA.

Amnesty International hvetur allar þær ríkisstjórnir sem frystu stuðning til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að snúa ákvörðuninni við án tafar og styðja við störf UNRWA. Íslandsdeild Amnesty International hefur þess vegna gefið út opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands um að snúa við ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. (Sjá hér https://amnesty.is/taktu-thatt/akoll/opid-bref-amnesty-international-til-katrinar-jakobsdottur/)

Í opinberu bréfi frá utanríkisráðuneytinu segir orðrétt um ástæður þessarar ákvörðunar:

„Utanríkisráðherra ákvað á föstudag að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn, þar til samráð hefur verið haft við samstarfsríki og frekari skýringa leitað hjá stofnuninni.“

Amnesty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA.

Samtökin hafa rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim meintu sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum.

Að frysta fjármögnun til UNRWA, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrirskipun Alþjóðadómstólsins (ICJ) um bráðabirgðaráðstafanir og um að auka en ekki minnka mannúðaraðstoð til allra óbreyttra borgara á Gaza, vegna hættu á hópmorði.

Að neita milljónum Palestínubúa um lífsnauðsynlega aðstoð, á grundvelli ásakana á hendur örfáu starfsfólki UNRWA um verknað sem tengist ekki starfi þeirra, mun skaða óbreytta borgara og getur talist sem brot á alþjóðalögum sem banna sameiginlega refsingu heils hóps fyrir verknað fárra einstaklinga.

Íslandsdeild Amnesty International vonast til að sjá sem flest á Austurvelli, kl. 15, föstudaginn 1. mars.

 Hægt verður að skrifa undir opið bréf Íslandsdeildar Amnesty International til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að tryggja UNRWA fjárhagsstuðning. Ætlast er til friðsamlegra mótmæla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð