fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Splunkunýtt flugskeyti á leið til Úkraínumanna – „Þetta vopn getur skipt miklu máli fyrir Úkraínu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 07:00

Ground Launched Small Diameter Bomb er öflugt vopn sem mun gagnast Úkraínumönnum vel. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn eru að fá nýtt langdrægt flugskeyti til umráða. Það er sérhannað af Saab og Boeing. Flugskeyti af þessari tegund hafa aldrei áður verið notuð í stríði en samt sem áður vænta margir þess að það geti skipt miklu máli á vígvellinum. Það dregur 150 kílómetra og sprengioddur þess er 90 kíló.

„Þetta vopn getur skip miklu máli fyrir Úkraínu en það gerir ekki útslagið eitt og sér,“ sagði Esben Salling Larsen, majór og hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við Jótlandspóstinn.

Vopnið heitir „Ground-Launched Small Diameter Bomb“ (GLSDB) og hefur verið á leiðinni síðan á síðasta ári þegar Bandaríkin tilkynntu að þau myndu gefa þetta sérhannaða vopn til Úkraínu. Nú er það sem sagt á leiðinni þangað og getur borist úkraínska hernum hvenær sem er að sögn Politico.

Bandaríkin eiga sjálf flugskeyti, sem líkist GLSDB, en það er aðeins hægt að skjóta því frá flugvélum. Þess vegna þurftu Saab og Boeing að prófa nýja flugskeytið, sem er hægt að skjóta frá jörðu, áður en það verður afhent Úkraínumönnum.

Larsen sagði að það líkist einna helst sumum þeim sprengjum sem er venjulega skotið frá F-16 orustuþotum eða F-35. Það sé þannig hægt að ná sömu áhrifum án þess að taka áhættuna á að vera með flugvél á lofti.

Sumarið 2022 fengu Úkraínumenn fyrsta HIMARS-flugskeytakerfið. Nýju flugskeytin minna að miklu leyti á flugskeytin sem eru notuð í HIMARS en eru bara betri. Það er erfiðara að sjá þau á lofti og þau draga lengra að sögn Larsen.

Það er einnig hægt að skjóta þeim frá HIMARS-skotkerfinu. Nýja flugskeytið er með nokkurskonar vængi sem gerir að verkum að það dregur lengra og þess utan er það minna en HIMARS og því erfiðara fyrir ratsjár að sjá það.

Hann sagðist ekki sjá að nýju flugskeytin færi Úkraínu yfirburði á vígvellinum en þau muni gera Úkraínumönnum kleift að gera árásir lengra að baki víglínunnar og því geti þeir hæft birgðalínur Rússa betur. Það geti þvingað Rússa til að flytja þær enn fjær víglínunni sem valdi þeim auðvitað erfiðleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð