fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Nýbýlavegi: Krufning gefur vísbendingu – Farið verður fram á lengra gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 10:57

Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla getur enn gefið mjög takmarkaðar upplýsingar um rannsókn á andláti sex ára drengs á Nýbýlavegi að morgni miðvikudagsins 31. janúar.

Móðir drengsins er í gæsluvarðhaldi og er grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Eldri sonur hennar var á leiðinni í skólann er lögregla og sjúkralið  komu á vettvang milli kl. 7:30 og 8:00 á miðvikudagsmorguninn.

Móðirin er 52 ára gömul. Faðir drengsins er tæplega fimmtugur, hann býr einnig á Íslandi en ekki á sama stað og konan og börnin. Staðfest er að faðirinn er frá Írak en fjölskyldan hefur notið alþjóðlegrar verndar hér á landi í þrjú til fjögur ár.

Eiríkur Valberg, fulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, tjáði DV í morgun að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni en hún var síðastliðið miðvikudagskvöld úrskurðuð sjö daga gæsluvarðhald, sem rennur út í dag. Eiríkur segir lögreglu geta veitt mjög takmarkaðar upplýsingar um rannsókn málsins og er ekki tilbúinn að gefa upp hvað farið verður fram á langt gæsluvarðhald. Búast má við tilkynningu frá lögreglu um gæsluvarðhald í eftirmiðdaginn.

„Við teljum okkur vera komin með nokkuð góða mynd af atvikum,“ segir Eiríkur, aðspurður um hvernig rannsókn miði. Hann var ekki tilbúinn að tjá sig um hvort móðirin hafi verið samvinnufús. „Ég held að það sé ekki rétt að svara því á þessum tímapunkti.“ Hann er heldur ekki tilbúinn að svara því hvort lögregla telji að vopn hafi komið við sögu.

Aðspurður segir Eiríkur að krufning á látna drengnum hafi farið fram. Hann getur ekki veitt upplýsingar um niðurstöður krufningar fyrir utan þetta: „Krufning gefur vísbendingu um hugsanlega dánarorsök.“

Uppfært kl. 14:50:

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum