fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Vinur Pútíns talar um hvað gerist í Úkraínu eftir að rússneskur sigur er í höfn – Boðar aftökur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 04:25

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, tókst að komast á forsíður nær allra stóru rússnesku ríkisfjölmiðlana í síðustu viku þegar hann ræddi um stríðið í Úkraínu við nokkra þarlenda fjölmiðla.

Medvedev er einna þekktastur þessi misserin fyrir ummæli sín um stríðið og Vesturlönd. Hann tjáir sig reglulega á samfélagsmiðlum og hefur í hótunum um beitingu kjarnorkuvopna og kallar vestræna stjórnmálamenn „rýtandi svín“.

Þegar hann ræddi við fréttamenn sagði hann að sú þróun sem nú á sér stað á vígvellinum sé ekki slæm. „Hvort það verður grafið hægt undan valdamönnum í Kyiv eða hvort pólitíska kerfið hrynji skyndilega er erfitt að segja. En það er ekki hægt að stöðva þetta ferli,“ sagði hann.

Hann viðraði einnig hugmyndir sínar um hvernig Rússar munu stjórna íbúum Úkraínu ef þeir sigra í stríðinu: „Það er fólk sem situr og hugsar: „Við störfum með þeim sterkasta.“ En við verðum að starfa með öllum. Við neyðumst til að sannfæra þetta fólk um að við séum komin aftur fyrir fullt og allt. Ef það er fólk sem skaðar Rússland, þá verður að afhjúpa það og refsa. Það verður samstundis sent til Síberíu og endurmenntað í þrælkunarbúðum.“

Hann líkti síðan stöðunni í Úkraínu, eftir hugsanlegan rússneskan sigur, við stöðuna í Þýskalandi að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. „Þegar síðari heimsstyrjöldinni var lokið, voru leiðtogar Þýskalands Hitlers, aðgerðasinnar úr nasistaflokknum, SS og úr hinu pólitíska kerfi dregnir fyrir dóm. Sumir voru teknir af lífi, en ekki margir.“

Eins og gerðist í Þýskalandi vill Medvedev láta flesta venjulega borgara sleppa algjörlega við refsingu og hefndaraðgerðir.

„Stærsti hlutinn af þýsku stríðsvélinni sneri aftur heim þar sem þeim var fyrirgefið ef fólkið hafði ekki verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu, þjóðarmorð, útrýmingu fólks vegna þjóðernis þeirra og þess háttar. Skynsemi af þessu tagi á einnig að ráða hér,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Barn með mislinga á Landspítalanum

Barn með mislinga á Landspítalanum
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara