fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Stoppuðu bíl á Suðurlandsvegi – Núna verður snjallsími bílstjórans rannsakaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 11:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að fremur einfalt hraðakstursbrot bílstjóra á Suðurlandsvegi í aprílmánuði í fyrra hafi dregið langan dilk á eftir sér. Við almennt eftirlit lögreglu við Olís þann 17. apríl 2023 voru höfðu afskipti af bíl sem ekið var á á 79 km metra vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var 50 km á klukkustund.

Ökumaður reyndist vera undir miklum áhrifum kannabisefna og í bíl hans fannst mikið magn kannabisefna í málningardollu og fleiri ílátum. Einnig fannst reiðufé í umslagi, um 500 þúsund krónur.

Lögreglan haldlagði bæði efnin og peningana en lögreglu grunaði að peningarnir væru afrakstur fíkniefnasölu.

Einnig kom í ljós að maðurinn tengdist öðru fíkniefnamáli sem kom upp 28. febrúar árið 2022. Þá var lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar, og hún afhent lögreglu. Sendandinn er sami maður og hér um ræður, ökumaður bílsins sem var stöðvaður á Suðurlandsvegi. Þetta mál var framsent til lögreglunnarr á Suðurlandi þar sem maðurinn er búsettur í umdæmi embættisins.

Lögreglan gerði kröfu um að fá að rannsaka rafrænt innihald snallsíma mannsins vegna rökstudds gruns um að þar sé að finna upplýsingar um fíkniefnasölu og peningafærslur henni tengdri. Byggt er á því að rökstuddur grunur sé um að maðurinn hafi gerst sekur um fíkniefnabrot sem geti varðað allt að sex ára fangelsi.

Af hálfu verjanda mannsins var þessari kröfu mótmælt og byggt á ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins.

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp þann úrskurð að lögreglan skuli fá heimild til að rannsaka innihald snjallsíma mannsins og Landsréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu. Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi