fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ný sárasóttarsmit ekki verið jafn algeng á Íslandi síðan á tímum „ástandsins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 14:30

Hermenn á Sandskeiði í síðari heimsstyrjöldinni. Mynd: Wikimedia Commons. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis og heimilislæknir rifjar upp í nýjasta tölublaði Læknablaðsins grein um kynsjúkdóma sem rituð var í blaðið árið 1915 en höfundur hennar var Maggi Júlíusson Magnús sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Í lok greinarinnar reifar Anna Margrét hins vegar ástand þessara mála í dag og segir að nýgengi sárasóttar á Íslandi í dag hafi ekki verið hærra síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tíma var Ísland fullt af erlendum hermönnum og talað var um svokallað „ástand“ þegar kom að nánum kynnum þeirra við íslenskar konur.

Anna Margrét fjallar einnig um nýgengi lekanda. Hún segir að árið 2022 hafi greinst 158 manns með lekanda á Íslandi og tíðni tilfella aukist hjá bæði körlum og konum. Bráðabirgðatölur sóttvarnalæknis fyrir árið 2023 sýni að kringum 340 manns hafi greinst með lekanda í fyrra og sé það mikil aukning milli ára. Tæplega 75 prósent þeirra sem hafi greinst með lekanda í fyrra séu karlmenn og 75 prósent með íslenskt ríkisfang. Árið 2022 hafi 50 einstaklingar á Íslandi greinst með sárasótt, tæplega helmingur þeirra sé með íslenskt ríkisfang. Af þessum einstaklingum séu 82 prósent karlmenn. Fyrstu 7 mánuði ársins 2023 séu komin jafnmörg tilfelli og allt árið 2022. Sjúkdómurinn hafi greinst að stórum hluta hjá karlmönnum sem stundi kynlíf með öðrum karlmönnum en ljóst sé að hann nái einnig til annarra hópa.

Anna Margrét segir að margt hafi áunnist í baráttunni við kynsjúkdóma síðan Maggi skrifaði grein sína árið 1915 en staðreyndin sé samt sú að nýgengi sárasóttar á Íslandi í dag hafi ekki verið hærra síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og nýgengi lekanda ekki verið hærra síðustu 30 ár. Fleiri sýni séu þó tekin í dag, sem skýri að hluta til aukningu greininga.

Grein Önnu Margrétar í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“