fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Bjargvætturinn Árni sem var sviptur leyfi – „Ég er dálítið krumpaður eftir þessa afgreiðslu landlæknis, Ölmu Möller“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 20:15

Árni Tómas Ragnarsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er dálítið krumpaður eftir þessa afgreiðslu landlæknis, Ölmu Möller, en það er ekkert miðað við það sem skjólstæðingar mínir hafa þurft að þola og munu þurfa þola í vaxandi mæli á næstu vikum og mánuðum,“ segir Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir, sem í desember var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum vegna þess að hann hafði ávísað morfínskömmtum til fólks með þungan og langt genginn fíknisjúkdóm.

Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld og fjallað hefur verið um það í hlaðvarpsþáttum Péturs Magnússonar, fréttamanns RÚV, sjá nánar hér.

Í þáttunum er rætt við skjólstæðinga Árna sem meðal annars greina frá því að lyfjaávísanir hans hafi leitt til þess að þau gátu hætt að brjóta af sér til að komast yfir þá lyfjaskammta sem þau þurfa til að komast í gegnum daginn.

Árni bendir á að lyfjaávísanir hans séu ósambærilegar við götusölu á morfíni. „Þetta er ekki sambærilegt við götusala, þetta eru bara einhverjir dónar,“ segir Árni en hann fékk áhuga á skaðaminnkandi úrræðum er hann fór að fylgjast með starfsemi samtakanna Frú Ragnheiður. Leitaðist hann eftir samstarfi við þær. Hann segist í gegnum þær hafa getað kynnt sér bakgrunn hóps fíknisjúklinga og síðan hafi hann ávísað til fólks sem hann segist hafa getað treyst til að misnota ekki traust hans. Frú Ragnheiður starfar innan Rauða krossins og þegar stjórnendur Rauða krossins komust á snoðir um samstarf Árna við Frú Ragnheiði þá var því rift.

Árni segir að kannski hafi hann ekki gert allt rétt en hann hafi verið eina úrræði þessa hóps, sem er um 60 langt leiddir fíknisjúklingar. „Það er svo langt því frá að ég haldi að það sem ég gerði hafi verið fullkomið, en ég var björgunarsveitin fyrir þetta fólk,“ segir hann.

Landlæknisembættið hefur gagnrýnt framferði Árna og bendir á að lyfin sem hann ávísar séu sterk morfínlyf sem geti verið stórhættuleg og valdið mjög alvarlegum sjúkdómum. Hann beiti aðferðum sem séu ekki ritrýndar og ekki sé hægt að líða það. Hann hafi verið beðinn um að breyta um stefnu en því hafi hann neitað. Þess vegna hafi hann verið sviptur leyfi til að ávísa þessum lyfjum.

Lyfjaávísanir til skjólstæðinga Árna renna út í þarnæsta mánuði. Landlæknisembættið segir að til séu úrræði fyrir þetta fólk, helst á Vogi, þangað komi fólk í alls konar ástandi og það fái þjónustu sem feli ekki í sér skilyrðislaust bindindi. En samkvæmt heimildum Péturs Magnússonar fréttamanns er Vogur úrræði sem fæstir af skjólstæðingum Árna vilja nýta sér.

Margir óttast að miklar þjáningar bíði þessa hóps og fólkið eigi eftir að leiðast út í afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð