fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Leit að Jóni Þresti hélt áfram í gærkvöldi – Líkleitarhundar sagðir hafa numið lykt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar 2019, hélt áfram í gær. Leit hefur farið fram í almenningsgarði en eins og greint var frá á dögunum telur lögregla líkur á að Jón Þröstur hafi verið myrtur og lík hans falið í umræddum garði í Dublin.

Írska útgáfa Mirror fjallar um leitina að Jóni Þresti á vef sínum í morgun og segir að líkleitarhundar hafi numið lykt á umræddu svæði.

Lögreglumenn eru sagðir hafa verið við leit á afmörkuðu svæði í Santry Demesne-garðinum í norðurhluta Dublin. Mikill gróður er á svæðinu sem er skammt frá vatni. Heimildarmaður Mirror segir að lögregla hafi haldið áfram leit í gærkvöldi jafnvel þótt komið væri myrkur.

Jón Þröstur sást síðast þegar hann gekk út af hótelherbergi sem hann dvaldi á í borginni en hann tók ekki með sér veski, síma eða vegabréf. Sýndu eftirlitsmyndavélar hann ganga góðan spöl frá umræddu hóteli en síðan rofnaði slóðin.

Dublin Live greindi frá því um liðna helgi að Jón Þröstur hefði farið til fundar við ótilgreindan aðila, til átaka hafi komið á þeim fundi og Jón Þröstur látið lífið. Hann er sagður hafa tapað þúsundum evra í pókerspili í Dublin áður en hann hvarf.

Lögregrla rannsakaði tvær nafnlausar ábendingar sem hún fékk og virðist leitin í umræddum garði hafa farið af stað eftir að þær ábendingar bárust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“