fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Stoltur af málmsuðu og tæknimönnum – „Þeir eru þjóðarsómi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. febrúar 2024 17:30

Ingólfur er stoltur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Sverrisson, fyrrverandi forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins, er stoltur af sínu fólki eftir afrek næturinnar við að koma saman heitavagnslögn. Búist er við heitu vatni til Suðurnesja í dag eða kvöld.

„Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna,“ segir Ingólfur í grein á Vísi í dag.

Ingólfur segir að það þurfi mikla vandvirkni og fádæma elju að sjóða saman lögn úr gríðarlega þungum rörum úr stáli. Beita þurfi ýtrustu nákvæmni og hæstu faglegu gæðum. Ofan á allt saman var þetta gert úti á víðavangi í frosti og nepju.

„Snillingarnir sem þetta gerðu þurftu að hita snertifleti þessara miklu röra að bræðslumarki og fylla síðan hvern millimetra þar á milli með málmblöndu úr rafsuðupinnum þannig að allt væri pottþétt, haldgóð og traust heild,“ segir Ingólfur. „Gríðarlegt nákvæmnisverk sem eingöngu er á færi bestu fagmanna.“

Þeir hafi lokið þessu verki á skemmri tíma en nokkur hafi þorað að vona og lagt allt í sölurnar til þess að tryggja fólkinu á Suðurnesjunum birtu og yl.

„Við tökum ofan fyrir þessum mönnum og þökkum þeim fyrir að nýta faglega hæfileika sína, elju og útsjónarsemi til hagsbóta fyrir aðra. Þeir eru þjóðarsómi,“ segir Ingólfur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“