fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Gyrðir fékk listamannalaun: Þetta sagði útgefandinn hans hins vegar í fyrra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 14:30

Gyrðir Elíasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyrðir Elíasson, hinn margrómaði rithöfundur og ljóðskáld, fær níu mánuði úthlutaða úr launasjóði rithöfunda á næsta ári. Úthlutun listamannalauna árið 2025 var gerð opinber í morgun en til úthlutunar voru 1720 mánaðarlaun úr átta launasjóðum.

Það vakti athygli í fyrra þegar Gyrðir var tekinn af starfslaunum listamanna eftir að hafa verið samfellt á starfslaunum áratugum saman. Þetta vakti reiði margra enda er Gyrðir afkastamikill og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir skrif sín.

„Hneyksli, einfaldlega, Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni,“ sagði til dæmis verðlaunaskáldið Elísabet Jökulsdóttir í fyrra.

Þá steig útgefandinn hans, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fram í viðtali við Vísi þar sem hann var vægast sagt ómyrkur í máli og sagði Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur fyrir árið 2025.

„Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur,“ sagði Aðalsteinn þá.

Gyrðir er hins vegar sem fyrr segir kominn aftur á starfslaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum