fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 18:00

Rússneskar rúblur eru eiginlega bara eldsmatur á alþjóðavettvangi. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í ágúst hefur gengi rússnesku rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þriðjung. Ástæðan er að refsiaðgerðir Vesturlanda, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, bíta nú af miklum þunga. En þetta virðist ekki hreyfa neitt við fyrirætlunum Kremlverja um að halda innrásinni áfram. En hins vegar mun gengisfallið væntanlega verða til þess að almennir Rússar muni óttast um fjárhagslega framtíð sína.

Það hefur lengi verið mikilvægur þröskuldur fyrir Rússa að gengi rúblunnar færi ekki niður fyrir 100 rúblur fyrir hvern dollara. Í síðustu viku kostaði einn dollari 114 rúblur og því hringja allar aðvörunarbjöllur.

„Skelfingarkast“ fyrir rússneska gjaldeyrismarkaðinn sagði fyrirsögn í Roxxiyskaya Gazeta í síðustu viku eftir að gengið fór niður í 114 rúblur fyrir hvern dollara. Dagblaðið Kommersant sagði að fréttirnar af gengishruninu „líkist stríðsfrétt“.

Fyrir tveimur árum var gengið 60 rúblur fyrir hvern dollara. Fyrir fimmtán árum var það 30 rúblur fyrir hvern dollara.

En nú eru tímarnir aðrir og nýjustu refsiaðgerðir Bandaríkjanna, sem beinast að Gazprombank, sem er þriðji stærsti lánveitandinn í Rússlandi, bíta af miklum þunga. Bankinn gegnir lykilhlutverki við greiðslu og móttöku greiðslna fyrir orkusölu og var einn fárra banka sem var ekki beittur refsiaðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör