fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 11:30

Halldór Armand Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er í hópi þeirra listamanna sem fá ekki krónu í listamannalaun í ár. Halldór greinir frá þessu á Facebook með eftirfarandi texta og mynd sem er vísun í tölvuleikinn GTA:

„0 mánuðir í listamannalaun!! Og svo úrskurðaður ófyndinn af húmoristunum í Kiljunni!! Wasted by Rannís og Kiljan!!“

Halldór ræðir málið við Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamann Vísis, í morgun þar sem hann tekur fram að það sé erfitt fyrir hann að kveinka sér. Hann segir þó að listaheimurinn lúti sömu lögmálum og allt annað á Íslandi.

„Ég hef fengið einhverja mánuði í listamannalaun í mörg ár. Þeir peningar frá skattgreiðendum hafa hjálpað mér mikið við að skrifa mín verk og ég kannski bara nýti tækifærið núna og þakka fyrir það. Ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að fá þessi laun. Hins vegar skil ég vel að það séu skiptar skoðanir á þeim.“

Segir Halldór að ef maður vilji lifa af sem listamaður þurfi maður að fá listamannalaun.

„Og til að eiga öruggt aðgengi að þeim þarftu helst að fá verðlaun og viðurkenningar. Til að fá verðlaun og viðurkenningar þarftu að vera í náðinni.“

Athyglisvert viðtal við Halldór má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum