fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 14:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol, hefur óvænt lýst yfir herlögum. Hann sakar stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins um að vera vilhallur Norður-Kóreu og hafa gerst sekur um aðgerðir gegn hagsmunum ríkisins.

Herlögin væru til að vernda frjálslynda Suður-Kóreu frá herliði kommúnistanna í Norður-Kóreu og til að koma í veg fyrir aðför að ríkisvaldinu.

Forsetinn segir að hann ætli að endurbyggja frjálst lýðræðissamfélag með herlögunum. Al Jazeera greinir frá því að síðan Yoon tók við embætti árið 2022 hafi hann átt erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegn þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta á þinginu. Forsetinn segir nú að stjórnarandstaðan haldi ríkisstjórninni í gíslingu með því að beita sér gegn fjárveitingum í nauðsynleg verkefni, svo sem baráttuna gegn fíkniefnum og til að efla löggæslu. Hann segir að stjórnarandstaðan geri þetta Norður-Kóreu til hagsbóta.

Flokkur Yoon, People Power Party, hefur undanfarið tekist á við stjórnarandstöðuna, Demókrataflokkinn, yfir fjárlögum næsta árs. Eins hefur stjórnarandstaðan kallað eftir því að hlutlausir aðilar verði fengnir til að rannsaka ýmsa skandala sem hafa komið upp í stjórnartíð Yoon, sem varða meðal annars eiginkonu hans og aðila í æðstu embættum ríkisins. Demókrataflokkurinn hefur nú, að sögn AP fréttastofunnar, boðað til neyðarfundar vegna yfirlýsingar forsetans.

BBC greindi frá því rétt í þessu að Demókrataflokkurinn telur að herlögin brjóti gegn stjórnarskrá landsins og að hann muni beita sér gegn því að lögin taki gildi. Það sem á óvart kemur er að formaður People Power Party, flokks forsetans, hefur líka lýst herlögin ólögmæt og heitið því að beita sér gegn þeim.

Heimildir: CNN, Al Jazeera, AP News, BBC

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra