fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Vill fá 1,1 milljarð fyrir Brim Hótel

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur auglýst Brim Hót­elí Skip­holti til sölu og er ásett verð 1,1 milljarður króna.

Segir í tilkynningu frá Sverri Einari að tilgangurinn með sölu hótelsins sé að fjármagna fyrirhugaða uppbyggingu þrjú þúsund fermetra hótels í Þrastalundi, með alls 84 herbergjum, en á þeim sælureit hefur Sverrir Einar staðið að veitingarekstri um langt skeið.

Sverrir Einar Eiríksson

„Þetta nýja hót­el verður fyrsta flokks og mun inni­halda stór og rúm­góð her­bergi með stór­kost­legu út­sýni, þægi­legu og hlý­legu um­hverfi, ásamt heilsu­lind með heit­um pott­um og gufu­böðum. Einnig verður að finna lík­ams­rækt­araðstöðu, glæsi­leg­an mót­töku­sal með bar og létt­um veit­ing­um, ásamt góðri aðstöðu fyr­ir starfs­fólk,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá mun veit­ingastaður­inn Þrasta­lund­ur sjá um veit­ing­ar og morg­un­mat fyr­ir gesti hót­els­ins.

„Þessi ákvörðun mark­ar spenn­andi skref í framtíðar­sýn okk­ar fyr­ir Þrasta­lund. Með hót­el­inu mun­um við skapa full­komna blöndu af lúx­us og nátt­úru­upp­lif­un fyr­ir bæði Íslend­inga og ferðamenn.“

Hér má sjá myndir af hótelinu:

  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK