fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Myndband vekur upp spurningar – Settist aldrei í sjö klukkutíma flugi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. desember 2024 20:30

Myndbandið hefur vakið umræður. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilmikil umræða hefur sprottið á samfélagsmiðlinum TikTok vegna myndbands sem var tekið af konu, standandi á gangi flugvélar. Sá sem tók upp myndbandið hélt því fram að hún hefði staðið alla 7 klukkutíma ferðina.

„Kona í fluginu mínu stóð alla sjö klukkutímana og horfði á bíómyndina sína,“ sagði sá sem tók upp myndbandið. En hann kallar sig Envisionaries á TikTok. Greint er frá myndbandinu og umræðunum á miðlinum Indy100.

Í myndbandinu má sjá konu á flugvélaganginum með teppi vafið um sig. Þó það sé ekki tekið fram þá er nú líklegt að konunni hafi verið gert að sitja í flugtaki og lendingu.

@envisionaries #onthisday ♬ original sound – ❧☙

Hefur fólk velt því fyrir sér hvers vegna hún hafi gert þetta. Hugsanlega út af heilsunni eða vegna veikinda.

„Hún er heilsudrottning,“ sagði einn netverji. „Ég veit að þessi drottning stendur við skrifborðið í vinnunni.“

„Ég er með vefjagigt og ég verð að standa í flugi annars líður mér hræðilega,“ sagði annar. „Ég var með bakmeiðsli einu sinni sem voru þannig að ef ég sat of lengi gat ég ekki gengið eftir það. Það gætu verið heilsufarslegar ástæður fyrir þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“