fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 22:54

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmdir, illa uppaldir drápshundar í Langholtshverfi virðast enn á ný hafa látið til skarar skríða gegn köttum í hverfinu, ef marka má umræður í íbúahópi hverfisins á Facebook.

„Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax,“ segir kona í ummælum undir færslu í hópnum þar sem birt er mynd af einum hundanna, en þeir eru þrír saman í heimili.

Önnur kona segir undir færslunni:

„Það var rétt í þessu laus hundur í Efstasundi og hann drap köttinn okkar. Veit einhver hver á þennan hund eða hunda? Kötturinn reyndi að komast inn í gegnum lúguna, komst ekki.“

Hundarnir eru sagðir vera af tegudinni Weimaraner. Þeir hafa áður komið við sögu í fréttum fjölmiðla vegna ásakana um að þeir hafi drepið heimilisketti.

Sjá einnig: Drápshundarnir í Laugarneshverfi taldir hafa drepið þriðja heimilisköttinn

Í frétt DV um hundana frá síðasta sumri segir:

„Þrír hundar í Laugarneshverfi eru taldir hafa drepið heimiliskött á fimmtudag. Hundarnir hafa valdið talsverðum usla í hverfinu en um jólin 2021 fjallaði DV um að hundarnir, sem þá voru tveir, drápu tvo ketti með skömmu millibili. Annan köttinn tættu þeir í sig á Þorláksmessu sem vakti mikinn óhug í hverfinu. Helga Björg Heiðdal, eigandi kattarins segir ótækt að yfirvöld bregðist ekki við og fjarlægi hundana frá eigendum sínum en MAST hafi ítrekað fengið ábendingar um ástandið.“

Hundarnir hafa gengið lausir um Langholtshverfi í kvöld og valdið miklum usla miðað við umræður í íbúahópnum. Óstaðfestar fréttir herma að þeir hafi drepið að minnsta kosti tvo ketti í kvöld.

Samkvæmt tilkynningu á Kattavaktinni á Facebook er búið að handsama hundana. Nánari upplýsingar um það liggja ekki fyrir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“