fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Stjórnarmyndunarviðræðurnar: Valkyrjurnar farnar að ræða ágreiningsmál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa staðið yfir undanfarna daga. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við RÚV að þær séu núna farnar að ræða ágreiningsmál.

„Við erum búin að ræða á síðustu dögum breiðu línurnar en erum núna komin og höfum verið að ræða álitamálin og höfum komist vel áfram í því,“ segir hún um gang viðræðnanna í dag.

Hún segir að ýmis álitamál hafi verið rædd, t.d. afstaða til aðildar að Evrópusambandinu sem nefndirnar séu búnar að tala sig í gegnum að stórum hluta.

„Við erum auðvitað bara meðvituð um það að við erum að koma inn í þessar stjórnarmyndunarviðræður í ákveðnu efnahagsástandi. Við tökum stöðu ríkisfjármála mjög alvarlega og viljum að það sé ákveðin ábyrgð í því sem við leggjum fram. Það er verið að ræða ákveðnar málamiðlanir þar innan,“ segir Kristrún ennfremur.

Stefnt er að því að fækka ráðuneytum og hefur verið rætt um breytt skipulag ráðuneyta. „Við erum auðvitað ekki að fara í fækkun ráðuneyta bara til að spara peninga, við viljum líka að það sé eðlilegt skipulag á hlutunum.“ Kristrún segir að mikilvægast sé að stjórnskipanin gangi upp.

Kristrún segir að viðræðunefndir flokkanna nálgist viðræðurnar bæði frá útgjalda- og tekjuhliðinni varðandi ríkisfjármál. Þær séu jafnframt að skoða hvernig megi hagræða.

Stefnt er að því að viðræður formannanna þriggja haldi áfram á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK