fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. nóvember síðastliðinn var kona sakfelld fyrir friðhelgisbrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn var birtur í dag en mbl.is greindi fyrst frá.

Kona var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 22. júlí árið 2023 brotið gegn friðhelgi einkalífs fyrrverandi eiginmanns síns með því að skrá sig inn á Snapchat-aðgang hans, hafa fundið þar mynd af honum þar sem hann lá slasaður í blóði sínu á heimili sínu og dreift myndinni með ósmekklegum athugasemdum til vina og fjölskyldumeðlima mannsins. Var hún auk þess í samskiptum við þetta fólks þar sem hún þóttist vera eiginmaðurinn.

Konan sótti ekki réttarhöldin þó að henni hafi verið birt fyrirkall. Var hún því dæmd að henni fjarstaddri. Var hún sakfelld fyrir friðhelgisbrot.

Í dómnum kemur fram að konan er með hreinan sakaferil. Var refsing hennar ákveðin 30 daga skilorðsbundið fanglesi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“