fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Gyrðir fékk listamannalaun: Þetta sagði útgefandinn hans hins vegar í fyrra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 14:30

Gyrðir Elíasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyrðir Elíasson, hinn margrómaði rithöfundur og ljóðskáld, fær níu mánuði úthlutaða úr launasjóði rithöfunda á næsta ári. Úthlutun listamannalauna árið 2025 var gerð opinber í morgun en til úthlutunar voru 1720 mánaðarlaun úr átta launasjóðum.

Það vakti athygli í fyrra þegar Gyrðir var tekinn af starfslaunum listamanna eftir að hafa verið samfellt á starfslaunum áratugum saman. Þetta vakti reiði margra enda er Gyrðir afkastamikill og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir skrif sín.

„Hneyksli, einfaldlega, Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni,“ sagði til dæmis verðlaunaskáldið Elísabet Jökulsdóttir í fyrra.

Þá steig útgefandinn hans, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fram í viðtali við Vísi þar sem hann var vægast sagt ómyrkur í máli og sagði Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur fyrir árið 2025.

„Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur,“ sagði Aðalsteinn þá.

Gyrðir er hins vegar sem fyrr segir kominn aftur á starfslaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“