fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef íslenskum kúm yrði skipt út fyrir norrænar rauðar kýr gæti framlegð kúabúskapar í landinu aukist um 3,3 milljarða króna á ári. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vísar í niðurstöður nýrrar skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á vef Landbúnaðarháskólans kemur fram að Jón Hjalti Eiríksson, Þóroddur Sveinsson og Jóhannes Sveinbjörnsson frá deild Ræktunar og fæðu ásamt Daða Má Kristóferssyni frá Háskóla Íslands og Julie Clasen frá SimHerd A/S í Danmörku hafi síðustu mánuði unnið að mati á mögulegri hagræðingu í mjólkurframleiðslu á Íslandi með innflutningi á nýjum mjólkurkúakynjum.

Bent er á það að íslenskar mjólkurkýr hafi minni meðalafurðir en helstu mjólkurframleiðslukyn nágrannalandanna og því hafi ítrekað verið stungið upp á innflutning annars kúakyns sem leið til að gera kúabúskap á Íslandi hagkvæmari.

„Í þessu verkefni voru íslenskar kýr bornar saman við norskar rauðar kýr (NRF), norrænar (sænskar/danskar) rauðar kýr, norrænar Holstein kýr og Jersey kýr. Niðurstöðurnar benda til að framlegð kúabúskapar í landinu gæti aukist um 3,3 milljarða á ári ef öllum kúnum væri skipt út fyrir norrænar rauðar kýr og litlu minna ef Holstein eða NRF kýr yrðu fyrir valinu. Til að ná þessari hagræðingu myndi kúm í landinu fækka um nálægt tíu þúsund á meðan framleiðslunni væri haldið svipaðri,“ segir á vef Landbúnaðarháskólans.

Fram kemur í umfjöllun Landbúnaðarháskólans að íslenski mjólkurkúastofninn sé lítið skyldur öðrum mjólkurframleiðslukynjum og hafi því mikið gildi fyrir varðveislu erfðaauðlinda nautgripa. Ef annað kúakyn taki yfir mjólkurframleiðslu á Íslandi þurfi að tryggja varðveislu óblandaðra gripa af íslenska kyninu.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Rafn Bergsson, bónda á Stóru-Hildisey og formann deildar nautgripabænda, sem segir að þetta sé ágætis innlegg í umræðuna og eðlilegt að bændur skoði þessa möguleika til að bæta afkomuna. Það þurfi þó að stíga varlega til jarðar.

„Það eru heilmikil verðmæti fólgin í okkar íslenska kúakyni, sem er búið að vera hér einangrað í nokkur hundruð ár. En það er ekki hægt að líta framhjá því að önnur kúakyn eru afkastameiri og því alveg eðlilegt að skoða alla möguleika,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos