fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna á tíunda tímanum í morgun vantar enn lokatölur úr þremur kjördæmum en línur hafa skýrst mjög. Ljóst er að Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum og er stærsti flokkur landsins. Viðreisn og Flokkur fólksins unnu kosningasigra og Miðflokkurinn vann verulega á.

Útkoma Sjálfstæðisflokksins er yfir niðurstöðum allra skoðunakannana sem margar gáfu fyrirheit um hrun flokksins. Miðað við það má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una en tapar samt töluverðu fylgi.

VG og Píratar falla af þingi og Sósíalistar, sem lengi vel voru inni á þingi í skoðanakönnunum, upplifa mikil vonbrigði.

Staðan á landsvísu í morgun er sú að Samfylkingin er með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 19,1% og 14 þingmenn.

Viðreisn hlýtur 15,8% atkvæða og fær 11 þingmenn.

Flokkur fólksins er með 14,3% og 10 þingmenn.

Miðflokkurinn fær 11,3% og 8 þingmenn.

Framsóknarflokkurinn, sem tapaði miklu fylgi, fær 7,3% og 5 þingmenn.

Píratar eru með 3,2% og eru ekki inni á þingi.

VG hlýtur 2,4% og engan þingmann. Jafnframt er atkvæðafjöldinn aðeins undir því lágmarki sem flokkur þarf til að fjárstyrk frá ríkinu.

Lýðræðisflokkurinn fékk 1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna