fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna á tíunda tímanum í morgun vantar enn lokatölur úr þremur kjördæmum en línur hafa skýrst mjög. Ljóst er að Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum og er stærsti flokkur landsins. Viðreisn og Flokkur fólksins unnu kosningasigra og Miðflokkurinn vann verulega á.

Útkoma Sjálfstæðisflokksins er yfir niðurstöðum allra skoðunakannana sem margar gáfu fyrirheit um hrun flokksins. Miðað við það má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una en tapar samt töluverðu fylgi.

VG og Píratar falla af þingi og Sósíalistar, sem lengi vel voru inni á þingi í skoðanakönnunum, upplifa mikil vonbrigði.

Staðan á landsvísu í morgun er sú að Samfylkingin er með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 19,1% og 14 þingmenn.

Viðreisn hlýtur 15,8% atkvæða og fær 11 þingmenn.

Flokkur fólksins er með 14,3% og 10 þingmenn.

Miðflokkurinn fær 11,3% og 8 þingmenn.

Framsóknarflokkurinn, sem tapaði miklu fylgi, fær 7,3% og 5 þingmenn.

Píratar eru með 3,2% og eru ekki inni á þingi.

VG hlýtur 2,4% og engan þingmann. Jafnframt er atkvæðafjöldinn aðeins undir því lágmarki sem flokkur þarf til að fjárstyrk frá ríkinu.

Lýðræðisflokkurinn fékk 1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“