fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Hannes segir að Trump sé ekki fasisti – „Því fer fjarri“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. nóvember 2024 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við HÍ, segir að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sé ekki fasisti.

Þetta kemur fram í föstum dálki Hannesar í Morgunblaðinu, Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð.

„Orðið „fasismi“ er nú lítið annað en skamm­ar­yrði. Það er þó ómaks­ins vert að leita sögu­legr­ar merk­ing­ar þess. Fasismi ein­kenn­ist að sögn banda­ríska sagn­fræðings­ins Stan­leys Paynes af þrennu: and­stöðu við frjáls­lynd­is­stefnu, íhalds­stefnu og komm­ún­isma; til­raun til að taka stjórn á öll­um sviðum þjóðlífs­ins og beina kröft­um að ágengri ut­an­rík­is­stefnu; róm­an­tískri dýrk­un á of­beldi, karl­mennsku, æsku­fjöri og um­fram allt öfl­ug­um leiðtog­um, sem virkjað gætu fjöld­ann til sam­virkr­ar framn­ing­ar,“ segir Hannes og svarar síðan spurningunni hvort Trump falli undir skilgreininguna „fasisti“:

„Sam­kvæmt þessu voru Mús­sólíní og Hitler vita­skuld fas­ist­ar. En er Don­ald Trump það? Því fer fjarri. Trump er að vísu and­stæðing­ur komm­ún­isma, en sæk­ir margt í frjáls­lynd­is­stefnu (lækk­un skatta) og íhalds­stefnu (stuðning við fjöl­skyld­una). Hann vill tak­marka hlut­verk rík­is­ins og hafn­ar ágengri ut­an­rík­is­stefnu, en tel­ur, að Evr­ópu­rík­in eigi að kosta sjálf varn­ir sín­ar, eins og eðli­legt er. Hann dreg­ur að vísu upp þá mynd af sér, að hann sé öfl­ug­ur leiðtogi, en hann vill einkum virkja einkafram­takið, ekki fjöld­ann.“

Hannes segir að Trump sé popúlisti og jaðri við að vera forræðissinni:

„Hvað er Trump þá? Hann er po­púlisti, fylg­ismaður lýðstefnu, þótt spurn­ing­in sé, hvort hann meti meira lýðhylli en lýðskrum, að finna og fram­kvæma vilja kjós­enda frek­ar en egna þá upp og æsa. Jafn­framt jaðrar Trump við að vera for­ræðissinni, aut­ho­rit­ari­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar