fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Reynisson, bóndi á bænum Höll í Þverárhlíð í Borgarfirði, fann níu kindur dauðar síðdegis í gær og eina til viðbótar illa særða. Grunur leikur á að hundar sem sluppu frá eigendum sínum í Norðurárdal á dögunum hafi verið að verki.

Skessuhorn greinir frá þessu.

Grétar segir ljóst að tófa hafi ekki verið á ferð og telur hann fullvíst að hundar hafi verið að verki. Í viðtali við Skessuhorn segir hann að aðfarirnar hafi verið skelfilegar; sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar.

Þá segir hann vísbendingar uppi um að hundarnir hafi valdið usla á fleiri bæjum, til dæmis á Högnastöðum. Lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar hefur verið gert viðvart vegna málsins.

Í frétt Skessuhorns kemur fram að grunur beinist að tveimur ársgömlum hundum sem auglýst var eftir fyrir fimm dögum þegar þeir sluppu frá eiganda sínum á bæ í Norðurárdal. Grétar segist óttast að fleiri kindur liggi dauðar eða særðar og verður leitað frekar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“