fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Reynisson, bóndi á bænum Höll í Þverárhlíð í Borgarfirði, fann níu kindur dauðar síðdegis í gær og eina til viðbótar illa særða. Grunur leikur á að hundar sem sluppu frá eigendum sínum í Norðurárdal á dögunum hafi verið að verki.

Skessuhorn greinir frá þessu.

Grétar segir ljóst að tófa hafi ekki verið á ferð og telur hann fullvíst að hundar hafi verið að verki. Í viðtali við Skessuhorn segir hann að aðfarirnar hafi verið skelfilegar; sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar.

Þá segir hann vísbendingar uppi um að hundarnir hafi valdið usla á fleiri bæjum, til dæmis á Högnastöðum. Lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar hefur verið gert viðvart vegna málsins.

Í frétt Skessuhorns kemur fram að grunur beinist að tveimur ársgömlum hundum sem auglýst var eftir fyrir fimm dögum þegar þeir sluppu frá eiganda sínum á bæ í Norðurárdal. Grétar segist óttast að fleiri kindur liggi dauðar eða særðar og verður leitað frekar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað