fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Veður vont á Austurlandi en ekki allt orðið að klessu – Kjörsókn betri en fólk þorði að vona

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 12:10

Mynd/Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betur hefur gengið en á horfðist í Norðausturkjördæmi. Þar hefur tekist að opna alla kjörstaði og var kjörsókn tæplega 8 prósent klukkan 11 og þá ótalin utankjörfundaratkvæði. Frá þessu greinir Vísir.

Talsvert hefur snjóað í Fjarðabyggð en þar tókst að opna kjörstaði á tilsettum tíma. Enn er víða ófært á Austurlandi og áfram snjóar bæði á Norður- og Austurlandi og er útlit fyrir að það haldi áfram fram á kvöld. Vegagerðin vinnur hörðum höndum að því að tryggja leið kjósenda að kjörstöðum með því að halda vegum opnum og að opna þá vegi sem hefur verið lokað. Nánar má lesa um færðina hjá RÚV.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, var um 6,1 prósent klukkan 11 í morgun sem er nokkuð minna en í síðustu kosningum árið 2021. Þá höfðu á sama tíma um 6,6 prósent af kjörskrá mætt til kjörstaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings