fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Þorláksson, blaðamaður og rithöfundur, greinir frá því í umræðum á Facebook-síðu sinni að bók hans um spillingu á Íslandi, Besti vinur aðal, muni ekki fá umfjöllun í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV.

Í færslu á Facebook-síðu sinni tjáir Björn, sem gefur út bók sína hjá forlagi Bjarna Harðarsonar á Selfossi, Sæmundi, um ójafnan leik þegar að kemur að samkeppni við stóru forlögin á jólabókamarkaðnum. Segir hann að nánast eina tækið sem hann hafi til að kynna bókina sé Facebook.

Í ummælum undir færslunni er hann spurður út í Kiljuna, hvort þar sé ekki tækifæri. Í vinsamlegu en þó gagnrýniþrungnu svari segist hann koma að lokuðum dyrum þar. Hann segir:

„Ég vil ekki vera með nein leiðindi og ég er Agli mjög þakklátur fyrir fyrri umfjallanir. En hann ætlar að óbreyttu ekki að fjalla um þessa bók í Kiljunni, skilst mér. Ég er ekki viss, en ég held hann hafi tekið ákvörðun um að fjalla ekki um bókina í Kiljunni áður en hann las bókina. Og kannski les hann ekkert bókina. Hans vinnustaður er gagnrýndur í bókinni. Það er langöruggast fyrir fólk að láta eins og þessi bók hafi ekki komið út og það hefði tekist að láta eins og hún hefði aldrie komið út ef ég ætti ekki öflugt facebook-bakland…“

Egill Helgason, stjórnandi Kiljunnar, svarar Birni og bendir á að Kiljan sé umfram allt vettvangur fyrir kynningu á skáldskap:

„Ef Kiljan er skoðuð má sjá að þátturinn fjallar einkum um skáldskap og stundum bækur sem tengjast einhverjum fræðum sem yfirleitt fá lítið rými í fjölmiðlum – já jafnvel þjóðlegum fræðum, neftóbaksfræðum. Það er sviðið sem er markað í þáttunum og hefur ætiíð verið. Margir aðrir staðir til að tala um pólitík – hún er út um allt í okkar samfélagi. Og hvað varðar einhverja gagnrýni á Rúv, þá fer það nú varla að hafa áhrif á mig! Bestu kveðjur.“

Við þessi orð Egils má bæta að t.d. hefur ekki verið fjallað um nýja bók fyrrverandi forseta Íslands, Þjóðin og valdið, sem fjallar um dagbækur Ólafs Ragnars Grímssonar frá forsetatíð hans. Pólitískar bækur eru yfirleitt ekki viðfangsefni þáttarins, né fagbækur.

Björn svarar að bragði og staðhæfir að bók sín falli í flokk fagurbókmennta:

„Egill, minn kæri kollega. BVA er listræn afurð. Hún er fagurfræðileg. Ef þú lest bókina og sérð hvernig hún er strúktúreruð (með Halldór Laxness í forgrunni) þá veistu að ekki tjáir að úthýsa bókinni úr Kiljunni með fyrrnefndum rökum. Svo er annað, að kollegar þínir á Rúv hafa hafnað að taka bókina til umfjöllunar í Kastljósi eða Silfri. Það er einkennileg ákvörðun. Og hún lítur ekki vel út – þótt ég átti mig á að betra væri að sú gagnrýni kæmi úr annarri átt en frá mér sjálfum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“