fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Varað við innbrotsþjófi á Grensásvegi – „Hann reyndi að fela andlit sitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trang Ninh Tran, eigandi snyrtistofunnar Anna Nail & Spa, Grensásvegi 16, varar við innbrotsþjófi í hverfinu. Mörg fyrirtæki eru við götuna en einnig íbúðahúsnæði. Hún greinir frá málinu í FB-hópnum hjóladót og segir: „Hann reyndi að fela andlit sitt.“

Brotist var inn í snyrtistofuna fyrir þremur dögum. Útidyrahurð var skemmd en ekki fleiri skemmdarverk unnin. Trang segir í samtali við DV að þjófurinn hafi haft á brott með sér eitthvað á annað þúsund krónur í smámynt. Vanalega skilji hún ekki fjármuni eftir á staðnum.

„Ég hafði gleymt airpods á staðnum en hann tók líklega ekki eftir þeim,“ segir Trang.

Aðspurð segir Trang að stofan hennar sé opin í dag. Engu að síður er útidyrahurðin enn skemmd eftir þjófinn.

Hún segist hafa tilkynnt innbrotið til lögreglu en segist ekki vita hvernig rannsókn málsins stendur. Hún kom myndefni úr eftlilistmyndavélum á staðnum til lögreglu.

„Lögreglan hefur ekki svarað mér, ég veit ekki hvort þeir munu gera eitthvað í þessu,“ segir Trang.

Af atferli mannsins eins og það birtist í upptökum úr eftirlitsmyndavélunum ræður Trang að hér hafi vanur maður verið að verki. „Ég held hann hafi stolið oft áður því hann var mjög fljótur og sóðaði ekki út. Ég held líka að hann hafi kannað aðstæður því hann vissi af eftirlitsmyndavélunum og reyndi að fela andlit sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út