fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Ákæra birt gegn piltinum sem banaði Bryndísi Klöru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 15:14

Bryndís Klara Birgisdóttir. Mynd: Facebook-síða Lindakirkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var þingfest mál yfir 16 ára pilti sem ákærður hefur verið fyrir að hafa orðið hinni 17 ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana á Menningarnótt þann 24. ágúst síðastliðinn.

Samkvæmt ákærunni átti árásin sé stað á bílastæði í Reykjavík en fjórar ungar manneskjur sátu í bílnum er ákærði kom þar að og braut hliðarrúðu bílsins. Hann veittist ítrekað að pilti sem var í bílnum með hnífi og stakk hann í öxl og brjóstkassa. Bryndís Klara flúði þá út úr bílnum ásamt öðrum farþega.

Ákærði gerði tilraun til að svipta stúlku sem sat þá enn í bílnum lífi með því að stinga hana í öxl, handlegg og hendi.

Hann veittist síðan að Bryndísi Klöru með hnífi fyrir utan bílinn og svipti hana lífi. Stakk hann hana í eitt skipti í holhönd og náði stungan í gegnum hjartað og inn að lifur.

Pilturinn og stúlkan hlutu töluverða áverka af árás ákærða en Bryndís Klara lést af völdum áverka sinna sex dögum síðar.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd aðstandenda Bryndísar Klöru er gerð krafa um miskabætur upp á 17 milljónir króna til handa hvors foreldris hennar, samtals 34 milljónir.

Fyrir hönd hinna ungmennanna sem urðu fyrir árás hins ákærða er krafist átta milljóna fyrir hönd hvors um sig, stúlkunnar og piltsins sem urðu fyrir hnífstungum og fimm milljóna fyrir hönd pilts sem var í bílnum er árásin var gerð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil