fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að mjög hátt hlutfall fólks sem leitar til Fjölskylduhjálparinnar sé af erlendu bergi brotið og ekki með íslenska kennitölu.

„Í allri umræðunni um þetta frábæra fólk sem kemur til landsins og vill fá að búa hér erum við í raun að flytja inn fátækt,“ segir Ásgerður í viðtali í Morgunblaðinu í dag en þar er meðal annars rætt við hana um stöðu mála nú fyrir jólin.

Ásgerður segist ekki efast um að það fólk sem kemur til landsins vilji vinna en það fái það hins vegar ekki. „Þetta er svo öfugsnúið allt hérna og þessi umræða er einhvern veginn aldrei tekin. Ef fólkið fengi að fara beint að vinna væri staðan önnur,“ segir hún en fjallað er um málið á forsíðu blaðsins í dag.

Í viðtalinu kemur hún einnig inn á það að fyrirtækin í landinu séu mjög dugleg að styðja við starfsemi Fjölskylduhjálparinnar og segist hún vera mjög þakklát fyrir það. Stjórnvöld mættu hins vegar gyrða sig í brók og gera mikið betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu