fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrrverandi formaður KÍ gefur lítið fyrir bjartsýnisfréttir um kjaraviðræður við kennara – „Augljóst úr mílu fjarlægð að ekkert er að gerast“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 16:30

Ragnar Þór Pétursson fyrrverandi formaður KÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarafélags Íslands, er ekki bjartsýnn á lausn í kjaradeilu kennara. Hann segir sveitarfélögin liggja í þagnarbindindi í skjóli ríkissáttasemjara.

„Það sýnir hvað sveitarfélögin eru orðin ofboðslega ráðþrota í kjaradeilu kennara að þau reyna að gera ríkissáttasemjara ábyrgan fyrir því að ekki nokkur skapaður hlutur gerist á næstunni,“ segir Ragnar Þór í færslu á samfélagsmiðlum. „Ætla að liggja í skjóli hans í þagnarbindindi eins lengi og hann hrekur þau ekki út í kuldann og ekki lyfta litla fingri til lausnar.“

Vísar hann til þess að Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, hafi sett fjölmiðlabann á deiluaðila í kjaradeilu kennara. Síðan þá hafa birst fréttir af því að það sé kominn nýr taktur í viðræðurnar án þess að greint sé nánar frá því hvað það þýði.

„Öll þessi deila hefur, af sveitarfélaganna hálfu, verið röð biðleikja og þæfings,“ segir Ragnar Þór. „Eins og vandamálið hverfi ef þú hunsar það bara nógu kröftuglega. Þær eru því óskiljanlegar þessar endalausu „bjartsýnisfréttir“ í fjölmiðlum þegar það er augljóst úr mílu fjarlægð að ekkert er að gerast.“

Kennarar hafa beitt verkföllum í ákveðnum skólum og í mislangan tíma. Fjórir leikskólar eru í ótímabundnu verkfalli. Boðuð hafa verið ótímabundin verkföll í tíu öðrum leikskólum frá 10. desember.

Verkfalli í þremur grunnskólum er lokið og verkföll í þremur til viðbótar hófust í gær, 25. nóvember. Verkföll í fjórum grunnskólum til viðbótar eru boðuð frá 6. til 31. janúar.

Tveir framhaldsskólar eru í verkfalli til 20. desember, Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Þá lýkur einnig verkfalli Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu